Lykilorð eru allstaðar og flest notum við þau daglega. Það hefur verið hamrað á því að lykilorð þurfi að vera flókin og innihalda hástafi, lágstafi, tákn og tölu til að vera örugg. En þegar allt útreikningar eru skoðaðir þá skiptir lengdin meira máli en að lykilorðið sé flókið. En það sem skiptir mestu máli er að notendur geti munað lykilorðið.
Eða öllu heldur lengdin. Því lengra sem lykilorðið er því erfiðara er að brjóta það upp. Lykilorð eins og SundlaugKopurSukkuladi er frábært og ekkert verra en &21sBVC#x5DZUQJe en bara annað þeirra er auðvelt að muna. Að bæta við táknum á milli orðana bætir gæði lykilorðsins enn frekar eins og í Sundlaug.Kopur.Sukkuladi. Einnig að læða inn stafsetningarvillu, sem auðvelt er að muna, bætir þetta enn frekar eins og í Sundlaug.Kopur.Sukkladi. Enn betra er að bæta við séríslenskum stöfum en þar gætu orðið vandamál með að kerfi styðji ekki stafasett sem inniheldur séríslenska stafi þannig að ekki er sérstaklega mælt með því.
Forðist stutt og einföld lykilorð. Það segir sig soldið sjálft. Ef það gengur illa að muna lykilorð þá bendi ég á lykilorðageymslur
Bendi á þessa teiknimynd frá xkcd.com